51. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 21. mars 2024 kl. 09:13


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:13
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:13
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:18
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:13
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) fyrir (GE), kl. 09:13

Diljá Mist Einarsdóttir tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Oddný G. Harðardóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði forföll.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Frestað.

2) 705. mál - slit ógjaldfærra opinberra aðila Kl. 09:13
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Harald Steinþórsson, Katrínu Oddsdóttur og Sigurð Pál Ólafsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Samþykkt var að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa.

3) Önnur mál Kl. 09:48
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:55